Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

fimmtudagur, mars 18, 2004

Lífið heldur áfram, hver vikan af fætur annarri klárast án þess að skilja eftir sig neitt óþreifanlegt til minnis um hana. Fara í vinnu,fara úr vinnu. Fara ekki í vinnu, fara ekki úr vinnu. Reyndar snýst lífið ekki það mikið um vinnuna að hún sé miðpunktur alls sem gerist hverja viku fyrir sig.
Reyndar var þessi vika aðeins frábrugðin hinum því ég las upp smásögu á skáldspírukvöldi. Það ber sennilega af öðru sem gerðist eða mun gerast í þessari viku án þess þó að vera svo greypt í minni mitt. Var búinn að gleyma því þegar ég byrjaði á þessum virkilega ónauðsynlega texta um ekki neitt og og meira að segja um ekki neitt á leiðinlegan hátt.
Á því mun ég biðjast afsökunar þegar fram líða stundir.

miðvikudagur, mars 17, 2004

Ég skrifa oft í litla minnisbók sem ég hef alltaf á mér í vinnunni. Þar er að finna algjört rugl. Ég tek dæmi af handahófsvalinni blaðsíðu.

Sertral
Dimmir dalir sem ég eitt sinn gekk um. Ég gekk þá á enda. Alveg. Þá hélt ég heimili mitt. Eilífa búsetu. Ég stend náttúrlega yfir þeim núna,fylgist með dauðanum í þeim. Dauðanum sem ég dáist að í minningu en ekki veruleika. Nú opna ég póstinn minn í stað þess að bera að honum ímyndaðann loga, til að búa mér til ímyndaðann yl í ímynduðu ástandi í ímyndaðri lækningu.

Öskrandi í kappi við ungann skarkalann sem dreymir verðandi brostna drauma. Valin orð auðveldlega drepið þau, best að leyfa þeim löngu leiðina. Hún er verri.

Þetta er nú ekki svo erfitt kumpáni.

Mér finnst hlutir sem gerast ekki áhugaverðastir af þeim öllum.

Ég kem upp, sem sólin í þetta sinn. Tek fram ferskan vetur. Fullt af vítamínum sagði auglýsingin. Drullusokkurinn litli sem ég útbjó fyrir genabætta kattarhelvítið enn á enninu. Næ honum bara ekki af. Sá maður sem hélt að sniðugt væri að setja sjálfstæða hugsun og persónuleika í kött hugsaði málið ekki alveg til enda. Skapbrigðin í helvítinu eru ekki eðlileg, alltaf pirraður. Ef þeir gætu talað væri maður í verri málum. Þetta er á leiðinni eitthvert.

Þetta var texti af fjórum blaðsíðum úr litlu minnisbókinni minni. Þvílík helvítis þvæla maður.

Samtöl geta verið leiðinleg.
En á hinn bóginn geta þau verið svo yfirþyrmandi ánægjuleg að maður ræður sér ekki af hamingju,bara við það eitt að ræða við einhvern. Ég hef ekki upplifað samtal sem ég man sérstaklega eftir að hafa verið svo ánægjulegt að það hefði áhrif á líf mitt eða eitthvað svoleiðis,en mikið hlakkar mig til því það hlýtur að gerast. Ég er ekki alveg í skapi til að finna meira um hamingjusamtöl. Kannski á morgun. Kannski hinn. Kannski.

Samtöl geta verið skemmtileg.
En á hinn bóginn geta þau verið svo yfirþyrmandi leiðinleg að eina leiðin burt virðist vera dauðinn. Sem er nokkuð sniðugt, ég er að hugsa um að næst þegar mér verður sagt frá dönskum fimleikamanni sem tók alla sveitatöffarana,lyfti þeim upp og setti þá aftur niður á haus á sveitaböllum fyrir þrjátíu árum eða bernhardsbakaríþríhyrning einhvern með stífluðu niðurfalli og gamalli konu læstri úti,sem svo skemmtilega vildi til að átti risastóran páfagauk mun ég einfaldlega láta mig falla í gólfið og þykjast vera dauður.
Ég er ekki að segja að viðkomandi muni láta blekkjast en þetta myndi kannski láta hann fatta það að ég hef engan áhuga á niðurfalli í þingholtunum né dönskum snúara.
Nema að sá misskilningur komi upp að ég sé að reyna að ganga í augun á viðkomandi og sprella fyrir hann. En þá mundu alveg hellast yfif mig sögur af ekki neinu.

Nei veistu það Geirþrúður mín,ég er að hugsa um að taka þessu bara eins og maður. Maður sem geymir blásýruhylki í einum jaxlinum fyrir svona neyðartilvik.
Ætli það sé til tannlæknir sem komi fyrir slíkum hylkjum í almennum borgurum?
Ha?
Geirþrúður?

mánudagur, mars 15, 2004

Samtal vikunnar.

Kastaðir þú þessum hatti?
Já og hvað með það?
Hvað með það? Eftir að þessi hattur kom á hausinn á úlfaldanum mínum,heldur hann,að hann sé drykkjusjúklingur og hagar sér eftir því! Og úlfaldar eru til einskins nýtir,þegar þeir eru undir áhrifum!
Veistu hvað þú átt að gera við hattinn?
Já! Ég veit hvað ég ætla að gera við hattinn!
Og hvað ætlaru að gera við hattinn?
Þetta! (lemur honum í höfuð hins)
Hinn kom ekki upp orði og sat bara þrumulostinn það sem eftir var af, ekki kannski ævi sinni en einhvern tíma alla vega sem bókastoð í hinu konunglega leikhúsi konungs í ævintýralandi.

Já fínt veðrið úti maður.
Já það er helvíti fínt.
Heyrðu hérna,varstu búinn að kíkja á spóluna sem ég lánaði þér?
Spólu? Hvaða helvítis spólu?
Manstu ekki,ég lánaði þér hana fyrir helgi.
Nei ég fékk aldrei neina spólu. Hættu svo að tala við mig fífl.
Já ókei fyrirgefðu.

Ekki er það nú fallegt þetta. En þetta er samt.

sunnudagur, mars 14, 2004

Helvítis djöfulsins helvítis djöfull !!!