Ég skrifa oft í litla minnisbók sem ég hef alltaf á mér í vinnunni. Þar er að finna algjört rugl. Ég tek dæmi af handahófsvalinni blaðsíðu.
Sertral
Dimmir dalir sem ég eitt sinn gekk um. Ég gekk þá á enda. Alveg. Þá hélt ég heimili mitt. Eilífa búsetu. Ég stend náttúrlega yfir þeim núna,fylgist með dauðanum í þeim. Dauðanum sem ég dáist að í minningu en ekki veruleika. Nú opna ég póstinn minn í stað þess að bera að honum ímyndaðann loga, til að búa mér til ímyndaðann yl í ímynduðu ástandi í ímyndaðri lækningu.
Öskrandi í kappi við ungann skarkalann sem dreymir verðandi brostna drauma. Valin orð auðveldlega drepið þau, best að leyfa þeim löngu leiðina. Hún er verri.
Þetta er nú ekki svo erfitt kumpáni.
Mér finnst hlutir sem gerast ekki áhugaverðastir af þeim öllum.
Ég kem upp, sem sólin í þetta sinn. Tek fram ferskan vetur. Fullt af vítamínum sagði auglýsingin. Drullusokkurinn litli sem ég útbjó fyrir genabætta kattarhelvítið enn á enninu. Næ honum bara ekki af. Sá maður sem hélt að sniðugt væri að setja sjálfstæða hugsun og persónuleika í kött hugsaði málið ekki alveg til enda. Skapbrigðin í helvítinu eru ekki eðlileg, alltaf pirraður. Ef þeir gætu talað væri maður í verri málum. Þetta er á leiðinni eitthvert.
Þetta var texti af fjórum blaðsíðum úr litlu minnisbókinni minni. Þvílík helvítis þvæla maður.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home