Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

sunnudagur, janúar 09, 2005

Úr bók.
(fastur á kaffihúsi þangað til fólkið kemur aftur niður úr hlíðinni)

Sennilega nútími.

Súr dagskrá virðist vera
það eina sem fær mig
til að gleyma.
Það virkar samt ekki neitt
því ég er dauður.
Ég drap mig með síðasta
láni.


Allt annað en þetta.
Þetta er skrifað svo einhver geti lesið eitthvað. Ekki að það sé ekki nóg að lesa heldur langar mig að þetta sé lesið. Ég mun skrifa bara eitthvað svo það sé þá meira fyrir þig góða manneskja að lesa. Svo þú lesir þetta þarf þetta að vera áhugavert, saga af einhverju. Persóna er góð hugmynd. Nú búum við til persónu. Karlmaður. Stuttklipptur. Liðað hár, ekki krullað, liðað. Ekki að hárið skipti einhverju máli. Sleppum því að hafa hár, sköllóttur með hatt. Harður húsbóndi á sínu heimili, heldur aga. Kona og 2 börn. Sex og átta ára af hvorugkyni því þau eru aukapersónur sem skipta ekki neinu máli. Konuna hefur hann í nokkur skipti lamið, enginn veit það því hún er svo hrædd greyið. Hún er mjög myndarleg en ekki sérlega vel af gáfum gædd. Hann er svona jú allt í lagi útlítandi en hún hefði getað gert betur. Faðir barnanna var mun myndarlegri. Gáfaðri líka sem er nú reyndar ekki mikið afrek í þessu tilviki. En hann er dáinn, sofnaði í baði og drukknaði.


Aspen.

Skíði taka svo mikið pláss öskraði
hún hágrátandi.
Hildur mín, þú verður að halda áfram,
ég er löngu dáinn.
Hún heyrði ekkert og grét áfram.


Mörður var að fara, það var komið að hvíldarmánuði hans. En hann vissi lítð hvað hann átti að gera, hann vissi ekki hvort hann lennti á austurhlið FWG-239 eða vesturhlið. Norður og suður voru orðnar merkingarlausar áttir eftir að gatið var opnað í jörðina. Gatið var til þess gert að gera jörðina kleinuhringslaga. FWG-239 var reiturinn sem hann var alinn upp til að vinn að klrinuhringjar-áætluninni, langafi hans kenndi honum því pabbi hans og afi voru vinnuhæfir og komu því bara heim einu sinni á ári, einn mánuð í senn. Þetta var 15. hvíldarmánuður Marðar, 27. aldursár. Hann heitir íslensku nafni eftir föður sínum. Hann er 64. Mörðurinn í röð síðan landið, Ísland sem hann á uppruna sinn í var grafið burt. Langafi hann var dáinn og hann einn eftir, hann þekkti ekki móður sína, hún vann líka að eilífu. Kvenfólk vann án leyfis frá 15-40 ára og svo deyja þær. Þangað til nú. Nú átti að nota þær einnig í mat. Þær eru holdmeiri. Byggð kleinuhringjajarðarinnar þyrfti að vera neðanjarðar. Hann er nefnilega í lyftunni með tösku.
Á leið í frí.


Áðan.

Til eru menn sem drekka það sem
ekki er til. Een enginn þeirra veit
af því. Það er nefnilegi í vatninu og
mínútunum. Enginn veit af því.
Ekki ég, þú eða afgreiðsludaman sem
selur mínúturnar áður en þær
verða til.
(von) (ætti mun að verja)


Morgundagurinn þarf að vera framkvæmdardagur.

(samt ekki svo)
-Fatahengi.
-hilluberar.
-Náttborð. (seinna bara)


Hundur. Óþolinmóður hundur.

Þetta er í lagi. Þessi saga er ekki um
hund. Jú, núna kannski.


Spjall við þann ókunna.

Ég hjálpaði þeim sem
sér hjálpuðu sjálfir með
hjálp þeirra sem óskuðu
hjálpar endurtekinnar
sjálfshjálpar í hjálpsemi
sorgarinnar sem ég nú
er að kljást við.


Mér finnst hún miður
skemmtileg sú staðreynd
að ég virkilega er staddur
hér.



Umsókn,mappan.

Ég er gangandi þrívíð vara.

Merkilegt hvað maður leggur á sig til að gera ekki neitt.
Minimalíst hvað maður málar sig.
Ég á þrá eftir, alveg eftir.
Hún á hana en ekki ónotaða.
En hún á hana, ég vil hana.
Bláu augun hennar man ég án erfiðisins sem ég alltaf þarf.
Bláu augun hennar eru reyndar græn.
Grænu augun hennar man ég án erfiðisins sem ég alltaf þarf.
Svefnlauf. Svefnlaus. Svefn.

Ég ætla að skrifa ljóð.

Mórauði mosinn rífur mig
svarti tekur mig
hvíti elskar mig
en ég man mig.

og Batti skal það vera.
Lífið er dálítið þurrt í dag. Þur hálsinn þurkar augun með vatninu sem fer ekki í þau, heldur hann, og maginn lullar með, með örlítið vonlausri gróðavon. Ég er þunnur í dag, meira en í gær og á morgun. Sérstaklega á morgun, sérstaklega.
Brotnu vindlarnir duga ekki einu sinni til að halda ofan af mér vegna vanlíðan, ekki heldur tölvan né nýja teiknimyndasagan mín. Reyndar er tölvan aðeins að halda í mér lífinu, meira en kaffið sem er búið og sígarettan sem ég mun klára.
Þetta er búið að taka mig dálítinn tíma en ég fattaði að það er hægt að fara til baka. Það er alltaf hægt að fara til baka hérna. Það er hægt að fara miklu meira til baka hér en í skruddunni, miklu meira. Meira en í mestu ævintýrum, meira en í mestu hasarmyndum, meira en allt í heiminum. Meira en það sem þú þekkir, meira en það sem þú veist og meira en mest.

Góð hugmynd.
Ef ég skrifa hana og hann málar hana þá getur þú étið hana.

Það er ekki hægt að ganga að því vísu að menn, konur og börn bara vakni eftir svo langa drykkju. Samkynhneigð eða ekki þá geng ég ekki í kút við næsta mann heldur heilsa honum. Með handabandi. Ekki mikill vandi það, nema nú. Ég er með svo mikinn höfuðverk að.....

Móðir meistara míns var svo feit. Hversu feit er spurt í hóp. Hún var svo feit svara ég að þegar það átti að taka mynd af kökubasarnum þurfti að mála hann.