Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

fimmtudagur, febrúar 20, 2003

Skrítið með þetta net,mér þykir það svo svakalega leiðinlegt bara. Ég fer á það fullur tilhlökkunar (á nefnilega ekki tölvu svo það er sjaldan) en eftir bara smá stund nenni ég ekki að reyna að finna eitthvað sniðugt. Les bloggið hjá sigurgeir og skoffinid og drulla mér bara í burtu,skrifa ekki einu sinni hjá sjálfum mér því ég er búinn að sannfæra mig um það að ég hafi ekkert að segja núna um þessar mundir af því að ég er að gera við bílinn minn. Með því er ég nefnilega fallinn. Útskýring á því er ekkert þörf held ég. En ég er að skrifa núna en um nákvæmlega ekki neitt. Ég eiginlega skrifa núna bara um það að ég sé að skrifa. Um það sem ég skrifa. Núna þegar ég skrifa það sem ég skrifaði áðan. Ég er ekki enn kominn með vinnu. Búinn að spyrja um vinnu hér um bil alls staðar en alltaf er það sama sagan: "Við erum ekki að ráða núna", "Við höfum verið að segja upp", Við erum að bíða", "Ertu hommi?", "Engar trukkalessur takk", "Komdu eftir viku", "Er þessi lykt af þér?".