Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

föstudagur, maí 02, 2003

Ég er með frestunaráráttu,las það um daginn að það er til svo ég ákvað að skilgreina mig sem slíkan. Hún nær yfir allt í mínu lífi,ég fresta því að vakna á morgnana,gera við það sem er bilað,borga reikninga og ganga frá öllu sem ég þarf að ganga frá. Sem reyndar er ekkert svo mikið en ég hef ekki gengið frá neinu einu helvítis máli sem ég þarf að ganga frá síðan 2001.
Önnur árátta sem ég komst að að ég væri með er hönnunarárátta. Það er nú meira helvítið maður. Ég get ekki eignast nokkurn skapaðan hlut án þess að þurfa að breyta honum með geðveikum kostnaði og veseni. Og ekki hef ég klárað alla hluti sem ég byrja að breyta,neeei,ég er yfirleitt svona hálfnaður í verklegum breytingum á hlutnum þegar ég hef lokið hönnuninni í hugan og vegna þessa hætti ég,tilgangslaust að halda áfram víst ég er búinn að fullhanna draslið. Ég líka er upptekinn að bjarga einhverjum reikning úr klóm lögfræðings vegna euroreiknings frá "78,ég frestaði honum sko og fékk mér mjólkurglas í staðinn. Það fannst mér gott,ég setti einn ísmola út í mjólkina og var alveg svaka ánægður það sem eftir leið af þeim degi. Byrjaður að hann eitthvað allt annað,breyta símanum í borðfót eða eitthvað álíka heimskulegt.
Ástæðan fyrir því að ég er að kvarta í þig frú Grimmhildur er sú að ég er nýbúinn að eignast bíl,Jettu "88 árgerð,sjálfskipt með skökku afturhjóli. Ég ætla ekkert bara að laga afturhjólið,neheei. Ég ætla að mála hann setja á hann topplúg og kraftmeiri vél, 148 hestöfl takk fyrir. Ég maðurinn sem keyrir hægar en afi minn sem verður áttræður á næsta ári þarf nefnilega að vera fljótari úr kyrrstöðu í 45 á Sæbrautinni. Ég ætla að gera meira,ég ætla að ýkja brettakantana og sílsinn,sem og svunturnar að aftan og framan. Ég ætla ekki að útskýra hvað það er.
Þetta allvega er ég í alvörunni að hugsa um þessa dagana,get bara ekki gert að því. Þetta er fáránlegt,ég veit það. En svona þarf þetta að vera beibí. Þess má svo sem geta að ég mun örugglega aldrei klára þett rugl,kannski kaupa allt sem ég þarf en hætta síðan vegna áhugaleysis. Ætli nýtt fiskabúr sé ekki næst bara. Hitt er orðið alveg fjögurra mánaða eða eitthvað.

Hóhó! Getið hvar ég er. Já það er rétt,Ég er í kringlunni með Önnu Soffíu. Hún fór að skoða allan andskotan og ekki nenni ég að hanga yfir henni meðan hún gerir það svo mér var hreinlega plantað fyrir framan tölvu í s24. Hörkustuð það skal ég segja ykkur. Ég keypti mér trópí og eina karamellu og allt er alveg frábært.
Það eina sem gæti fullkomnað daginn enn frekar er að einhver brjálæðingur myndi taka upp byssu og skjóta á allt semhreyfðist.