Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

föstudagur, desember 15, 2006

Þorskur fyrir einn!

Tveir þorskbitar settir á pönnu, látnir vera á litlum hita með lokið á, eftir að búið er að strá vel af esdragon, einu klesstu littlu hvítlaukslaufi og smá pipar yfir. Blómkál gufusoðið, svona 2 blóm. Rauðlaukur 1/3 og blaðlaukur 1 og 1/2 cm svona hálfbrytjað niður, ekkert í klessu neitt. Eftir að minnir mig 10 mínútur sett smjörklípa á flökin u.þ.b. tvær teskeiðar á hvort. Já og smjör en ekki létta eða klípa eða svoleiðis plast. Um leið fer laukurinn á pönnuna í kring um fiskinn. Sleppa lokinu núna bara. Paprika 1/3 skorinn í smátt og sett á disk, vel af ristuðum fræjum og hnetum stráð yfir ásamt fetaosti í kryddolíu. Þrír smátómatar settir á móti þannig að þorskurinn og blómkálið skilji rauðu litina að.

Þorskur fyrir einn og hvítvín með sem maður heldur að sé gott undir Stravinsky. Fjóla með og fjandinn laus.

3 Comments:

At 18 desember, 2006, Blogger Reynir Freyr Reynisson said...

Og hvað á svo að drekka með þessum dýrindis kræsingum
??

 
At 19 janúar, 2007, Anonymous Nafnlaus said...

laugardagur, nóvember 27, 2004

Mig hefur lengi langað að útskíra mig en ekki haft orðaforðann í það. Ég var lengi að pæla í að fara í íslensku í háskólanum til að geta útskrírt mig betur en þá fór ég að hugsa að ég þyrfti þá að útskíra af hverju ég lærði það sem ég lærði til að útskíra mig og þá þyrfti ég að læra meira til að útskíra það. Hringavitleysa sem gengur ekki upp svo ég lagði mig undir feld eða meira gæru sem ég fékk lánaða hjá vini mínum gegn því að skila henni hreinni til baka til að hugsa mig um.

Ég er svona smá kúl gaur, ekki kúl heldur bara smá kúl.

Útskýra! Útskýra! Útskúra! fjandinn! Fokk farinn . . .. . . .

 
At 25 apríl, 2007, Anonymous Nafnlaus said...

Já vá, ég fékk í alvörunni vatn í munninn á að lesa þessa uppskrift. Oh hvað ég er komin með mikið ógeð á ólífuolíu, LIFI SMJER, VIVA SMJÖR. Þú varst svo sætur á einni mynd hjá Reyni, minn bara búin að fara í klippingu, ertu búin að ná þér í kvenmann, þú átt meiri séns núna en síðast þegar að ég sá þig. Bara svona kvenlegt álit...skemmtilegt blogg.kv, Dögg

 

Skrifa ummæli

<< Home