Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

miðvikudagur, mars 17, 2004

Samtöl geta verið skemmtileg.
En á hinn bóginn geta þau verið svo yfirþyrmandi leiðinleg að eina leiðin burt virðist vera dauðinn. Sem er nokkuð sniðugt, ég er að hugsa um að næst þegar mér verður sagt frá dönskum fimleikamanni sem tók alla sveitatöffarana,lyfti þeim upp og setti þá aftur niður á haus á sveitaböllum fyrir þrjátíu árum eða bernhardsbakaríþríhyrning einhvern með stífluðu niðurfalli og gamalli konu læstri úti,sem svo skemmtilega vildi til að átti risastóran páfagauk mun ég einfaldlega láta mig falla í gólfið og þykjast vera dauður.
Ég er ekki að segja að viðkomandi muni láta blekkjast en þetta myndi kannski láta hann fatta það að ég hef engan áhuga á niðurfalli í þingholtunum né dönskum snúara.
Nema að sá misskilningur komi upp að ég sé að reyna að ganga í augun á viðkomandi og sprella fyrir hann. En þá mundu alveg hellast yfif mig sögur af ekki neinu.

Nei veistu það Geirþrúður mín,ég er að hugsa um að taka þessu bara eins og maður. Maður sem geymir blásýruhylki í einum jaxlinum fyrir svona neyðartilvik.
Ætli það sé til tannlæknir sem komi fyrir slíkum hylkjum í almennum borgurum?
Ha?
Geirþrúður?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home