Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

laugardagur, ágúst 20, 2005

Hvað var fólk að pæla í gamla daga? Ég átta mig ekki alveg á þessu.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Hræðslan við heiminn er mikil og maður skilur ekki neitt. Það er of mikið að gera og ekkert gengur upp. Ég þori ekki út úr húsi úr af ókunnri ástæðu. Hef ekkert að segja og engum að segja það. Ég er einn. Einangraður sjálfviljugur gegn eigin vilja frá öllu og öllum. Stopp. Ég ligg í rúninu og bíð eftir að eitthvað gerist. Eftir að einhver hjálpi mér, eftir að allt reddist. En það gerist ekki. Ég þarf víst að gera það, en ég þori ekki að gera það. Ég þori ekki út, ég þori ekki einu sinni að skila videospólunni. Ég þori ekki að kaupa í matinn. Ég þori ekki að setjast við skrifborðið né borga stöðumælasektina. Ég þori ekki að hringja, ég þori ekki að svara. Ég er svo skíthræddur.
Ég næ ekki einbeitningu hvað sem ég reyni. Form, litir og efni fara fram hjá mér án þess að ég sjái. Og svo framvegis.
Loks fór ég út, hringdi. Það svaraði ekki, það hjálpaði mér. Fólk. Ég reyndi að leika mig en sennilega ekki með góðum árangri. Náði að byrja á því sem ég þurftir. Skalf síðan aðeins af hræðslu. Nokkru seinna fann ég hjartsláttinn örvast.
Það tókst. Ég skipti um á rúminu og fór í sturtu áður en ég fór snemma í háttinn.

Babysteps:
Gardínur, hillur og ljós.