Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

fimmtudagur, apríl 10, 2003

Djöfull vantar bölsýnina. Reynir hringdi áðan. Frá Norge.

Miðaldra maður horfir á mig,ég lít í augun á honum og sé að hann er að hugsa til baka sína ömurlegu ævi sem algjörlega er snauð af öllum ævintýrum. Hann sér að það mun líka henda mig.

Nú er ekki laust við það að ég sé með á nótunum því allur umheimurinn er til í að sýna mér umhyggju. Jafnvel Gummi þrátt fyrir áramótaheit sitt. Ég Byrjaði í nýrri vinnu í morgun,hef reyndar unnið þar áður en var rekinn síðasta vor með skömm vegn hroðalegra mætinga. En í gær hringdi Gylfi í mig og bað mig að vinna í nokkra daga ti að redda sér fyrir horn. Ég ætlaði reyndar að vera atvinnulaus í smá tím svo ég gæti lagað bílinn minn en frambrettin eru biluð í honum greyinu ásamt reyndar öllu á milli þeirra og fyrir aftan þau. Ég er ekkert voðalega svartsýnn á tilveruna í dag sem er ekkert nema gott,ekki einu sinni búinn að líta inn í stofu og samt búinn að vera heima í tvo tíma sem er algjört met. Hvað ert þú að vilja geitin þín? Ég og Gummi pöntuðum okkur pizzu og átum hana án hnífapara. Þetta er byrjað að hljóma eins og einhver ömurleg dagbók,það eru pillurnar maður,helvítis pillurnar.

sunnudagur, apríl 06, 2003

Hvað er að gerast þarna niðri?En þá get ég alveg eins sagt að helvítis skógarbjörninn gangi í humátt að helvíti. Það náttúrulega gengur ekki því í almenningur er ekki á því að drepa saklaus dýr,ég er ekki sjálfur búinn að fylgjast neitt með þessum birni og veit því ekki hvort hann sé saklaus eða jafnvel kaldrifjaður morðingi nýbúinn að borða matarkörfu ásamt nýsturtuðum eigundum hennar.Hvað ef hann er búinn að éta eina kristna fjölskyldu,á að drepa hann eða að klappa honum fyrir að vita ekki betur. Kannski ætti að eyða skóginum sem hann er í,svo hinir birnirnir fari ekki að apa eftir honum og éta doubbleduch neytendur sem hætta sér inn í þessnan lífshættulega skóg. Jú eigum við ekki að spengja þetta bara til að vera örugg. Allavega förum við ekki að skipta um sjampó tegund. Það gengur engan veginn í nútíma sjálfræði.

Þetta var saga um eiturlyf.