Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

föstudagur, mars 12, 2004

Eitt það fallegasta sem ég veit er þegar ég fatta einhverja manneskju vera bara hreina einlæga venjulega manneskju eins og ég. Ekki einhver manneskja full af hæðnisorðum og þá sérstaklega líka hæðnishugsunum um mig. Manneskja sem einnig telur mig vera dómari alheimsins sem úrskurðar einhvern sem fífl, fávita, aumingja, heimskann, aumann, feitann, horaðann, bólugrafinn, stamara eða jafnvel svikara í augum þess sem þú ræðir við. Flest fólk er fallegt,en sumt er því miður bara ljótt því það hefur ekki fattað lífið og einfaldleika þess sem við þurfum tilað fylla okkur hamingju. Það er ekki helvítis sími, heimabíó, sportbíll eða sálmabók. Það er manneskjan. Manneskjan á móti þér, manneskjan með þér, manneskjan og þú sjálfur. Hvernig þið virðið hvert annað og jafnvel elskið. Það er hægt að kalla þetta allt ást en við þekkjum meiri hlutar hennar sem afbrýðisemi, hatri og biturð. Það eina sem ást er er hamingjutilfinng í sennilega í hjartanu en ég tel það vera vöðva eða dælu í stað geymsluhólfs alls þess kæra sem við þekkjum. Það er tilfinning þar sem við höfum ekkert neins staðar sem er á móti okkur, ekkert loforð eftir að efna, enginn tími pantaður, ekki neitt, bara hrein hamingja alveg tær af áhyggjum sem þessi heimur,við öll höfum búið til á vitundar að við erum að lengja lífið með því að drepa það.
It is only when you lose everything you can gain everything.

fimmtudagur, mars 11, 2004

Ég heiti Guðbjartur og ég er 27 ára stálsmiður og er núna í fyrsta sinn á minni ævi að taka ákvörðun. Ákvörðun sem mun breyta lífi mínu algjörlega. Ég mun rata úr hverjum þeim sekk sem hugur minn er búinn að pakka niður til að halda mér eins og ég er. Ég mun finna mig allann og gjörbreyta til hins betra. Ég mun finna stærstu hamingju sem nokkur maður hefur fundið. Ég mun upplifa mesta frelsi sem unnt er að öðlast. Bruðl á orku er eitthvað löngu týnt og glatað fyirbæri heldur mun hún nýtast eingöngu í þeim tilgang sem hún er notuð ákvæmlega nú.

þriðjudagur, mars 09, 2004

Ég velti því stundum fyrir mér af hverju í andskotanum ég er að standa í því að vakna á morgnana eða bara yfirleitt.
Er þetta bara ég eða er þetta líka þú?