Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

fimmtudagur, janúar 30, 2003

Ég var að lesa grein í mogganum áðan sem mér fannst mjög sniðug. Einhver lesandi sem ber nafnið Björn sendi inn grein um úreldu bátana sem liggja við bryggjur þessa lands í óþökk allra sem að þeim málum koma. Þau eru samkvæmt honum á annað hundrað sem fylla bryggjurnar með óþef og ryði. Þessum skipum má ekki sökkva út af mengun og það er allt allt of dýrt að brytja þau niður í brotajárn. Hans hugmynd kostar ekki svo ýkja mikið. En hún var að finna einhvura fjöru sem hægt væri að draga þau upp á. Búa til bátaskóg. Þar stæðu þau þar til náttúran saknaði þeirra efna sem úr henni var unnin og sameinar hún þá þau við sjálfa sig. Þetta gæti dregið að sér ferðamenn og læti. Meira segja hægt að mótmæla þessu með vettlingum og svoleiðis. Náttúrulega yrðu bátarnir tæmdir af spilliefnum eins og olíu og svoleiðis svo fjaran breyttist ekki í eina stóra olíubrák. Sandurinn yrði með tímanum ryðlitur og skipin líka. Ég persónulega myndi gera mér ferð til að skoða þetta,en ég hef líka óhugnalega gaman að öllu ryðguðu dóti. Þau skipsflök sem ég hef komist í hefur mér fundist mjög gaman að skoða,sem og bílar sem liggja á túnum undirmanna Guðna Ágústsonar.

Kárahnjúkar eru fínir. Gummi tók mig afsíðis og útskírði þessa hnjúka fyrir mér. Þetta snýst um virkjun og læti skal ég segja ykkur. Ef ég á að segja eins og er þá er ég að ég held bara hlyntur virkjanaframkvæmdum. Það verða skemmdir jú einhvurjir hólar sem aðeins elíta þessa lands hafa séð (jeppakallar á 44" dekkjum og með lóran, bödvæser derhúfu og attítjúd) og virt fyrir sér. Um leið og þetta kom ífréttir hafa þeir samt allir farið aftur þangað því örugglega enginn hefur munað hvernig þetta leit út allt samant. Ég er ekki að segja að landsvæðið megi missa sig,sjálfum finnst mér mjög gaman að náttúru og gimsteinum. Þetta er ekkert svo rosalega stórt svæði maður,ekki vera svona viðkvæm.Látum fíflin bara virkja og tökum þátt í meiri vinnu,lægri vöxtum og betri kjörum. En fyrir þá sem eru að hlusta mæli ég með að þau hasti sér héðan um leið og virkjunin er tilbúin. Þá held ég að fólk fái smá að finna fyrir stærstu framkvæmdum sem íslendingar hafa farið út í. Rosalega er gott að fá lán. Ég tók einu sinni lán semég eyddi í ekki neitt,það var gott og gaman meðan ég átti peninginn,ég gaf öllum með mér sem vildu. En sú vítiskvöl sem ég þurfti að ganga í gegn um við að borga helvítið.Ásakanir um misnotkun kom í kjölfarið og bara vesen. Virkjum helvítið. Það er það eina góða sem þessi þjóð getur gert. Á morgun ætla ég beint niður í banka og fá mér lán.

miðvikudagur, janúar 29, 2003

Eitthvað fór úrskeiðis með kvöldið okkar. Jóna var ekki einu sinni heima til að mætas örlögunum með mér og Gumma. Ekki að það hafi skipt einhverju máli því þegar ég rölti út í næstu olísstöð til að athuga kút vin minn komst ég að því að helvítið kostar 4733 krónur. Ekki vildi ég spandera síðustu aurunum í það svo ég fór út í búð og keypti toffey crisp,ekki fyrir mig því ég er aftur byrjaður að að hætta hveiti og sykuráti. Heldur fyrir Önnu Soffíu litlu sem er veik heima hjá sér veik,greyið litla. Þegar ég kem heim með undanrennuna (sem ég keypti til að setja út á kornflexið í fyrramálið) var Gummi búinn að vöðla saman fréttablaðinu (ókeypis fréttamiðlinum,án hans hefðum við ekki haft hugmynd um einhverjar hálvitafjárkúgandiskyttur í Maryland né mótmæli gegn Kárahnjúkum sem ég er ekki alveg að skilja hvað allir eru að agnúast út af. Ég hef séð myndir af þessum hnjúkum og mér finnst þeir líta bara ágætlega út,af hverju vera mótmæla þeim svona mikið?) og tilbúinn í fyrrgreinda tilvonandi atburði kvöldsins. Ég tjáði honum verðið á kútnum og hann reyndist mér sammála um okurverð kútsins (það er eitthvað til að mótmæla,helvítis hreðjarhald ísaga á gasmarkaði landsins). Náttúrulega var alveg ónauðsynlegt að kaupa bensín því hversu kjánalega hefðum við litið út með brunnið fréttablað og hausverk? Nú var ákvörðun tekin,ég settist á hækjur mér á dýnu á gólfinu. Gummi fór inn í herbergi og fór í Mæju býflugu dimmeteringarbúninginn sinn og stökk upp í sófa og hóf lesturinn upp úr fréttablaðinu meðan ég sit og hlýði á. Þegar við gerum mjög heimskulega hluti er þetta ávalt hefningin til að minna okkur á að hætta heimskulegum hlutum. Þetta er búið að ganga núna í þrjár vikur,á hverju kvöldi. Í þetta skipti að vísu nennti ég ekki að hlusta á hann þruma yfir mér íþróttarfréttinrnar svo ég fór í heimsókn til Önnu. Hann er enn að lesa held ég.

Af þessu kvöldi er margt hægt að læra. Gas er dýrt. Ójá gas er dýrt. Hvernig væri að að leggja vettlinga í kring um Ísaga? Hafa hávær mótmæli þar fyrir utan í stað tilgangslausum mótmælum á einhverjum Kárahnjúkum út í bæ. Kannski er hægt að sameina þetta. Stöðvum einokun Ísaga,komum í veg slátrun þeirra sem huga að samkeppni við þá. Burt með Kárahnjúka,,jöfnum þá við jörðu. Allir ættu að vera sammála þessu.


þriðjudagur, janúar 28, 2003

Ég skil engan veginn hvað allir eru að væla út af atvinnuleysi. Ég er atvinnulaus og er búinn að reyna flest allt sem ég get til að fá vinnu en ekkert gengur. Öll mín lán og húsbréf eru gjalfallin og ég á einn mánuð í það að foreldrar mínir fari líka á hausinn vegna þess þau voru það vitlaus að treysta mér og skrifa undi alls kyns vitleysu hjá mér. Ekki væli ég.
Tveir vinir mínir búa hjá mér sem líka eru atvinnulausir og geta því ekki borgað mér neina leigu fyrir að búa hjá mér. Andrúmsloftið í íbúðinn er vegna þessa helvíti sérstakt þegar við skríðum framúr svona rétt fyrir sinni kaffitíma. En við höldum í vonina og reynum. Til hvers hef enga hugmynd um. Þetta er það síðasta sem ég mun skrifa því við höfum ákveðið að enda þjáningar okkar í kvöld með því að fjárfesta í dýrindis gaskút og fá okkur síðan góðan og digran vindil. Við kveikjum náttúrulega í honum með bensínbleyttu dagblaði. Nánar tiltekið Fréttablaðinu góða. Það er það eina sem okkur býðst án gjalds.
Meða von um góða og breytta framtíð, gubbi litli.