Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

sunnudagur, október 03, 2004

Líf eða ekki líf?
Það voru ekki margir sem mættu, kannski ekki furða þar sem enginn vissi af þessu nema hann.
Hann skemmti sér reyndar ágætlega þrátt fyrir að vera aleinn. Staupaði vodkaflöskuna þangað til að það var engin vodkaflaska né borð né stóll og gólf. Bara hann fljótandi í loftinu án þess að vita hvar hann lendir svona súperofurölvaður. Hann lennti á einhverju mjúku alla vega en náttúrulega gat hann ekki sagt hvað það var því hann sá það ekki. Honum rámar í að hafa heilsað einhverjum eða hverri með handabandi, það þarf svo sem ekki að vera.
Daginn eftir þegar hann reis upp sá hann klesst hárið aftan á hnakkanum liggja í vesturátt meðan líkaminn lá frá suðri til norðurs. Þegar sjónin var kominn á réttan stað áttaði hann sig betur á stað en ekki stund. Staðurinn var óþekktur, hingað hafði hann aldrei komið.
Hann lá á grænni stönd umkringdur gleraugnaumgjörðum sem engin voru hans eign.
Fjandinn hugsaði hann með sér, hér langar mig frekar að vera og slökkti á vekjaraklukkunni.