Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

laugardagur, janúar 10, 2004

Stiklað á stóru:
1. Ég er hættur að reykja,ekkert áramóta neitt hldur ákvað það bara að reykja ekkert eftir hádegi og það gekk.Þangað til í gær þegar ég sat í sófanum með kokteilinn minn og fylgdist með fiskunum fylgja eigin sannfæringu. Það vantaði eitthvað svo ég fór í sjoppu sem er eingöngu steinsnar héðan og verslaði mér vindlinga,danska vindlinga.
2. Vaknaði seint og illa og lagðist upp í sófa til að fylgjast með ekki neinu svo mér myndi alveg örugglega ekki líða vel. Þá kom Jón og dró mig út,við fórum að klifra í þar til gerðum vegg og reyndist það bara helvíti fínt ásamt því sem við fengum okkur kaffi í þar til gerði húsi. Jón er fínn gaur.
3. Mér líkar ekkert sérlega vel.
4. Þetta er fyrir alla fræknu félaga mína með nýmálaðar útidyr.
5. Ég er njörvaður niður af fúnum rótum hríslanna sem ég áður vökvaði af ókunnri ástæðu.
6.

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Ég virkilega get þetta ekki.

Ég skráði mig.

Ég ætlaði einu sinni, en þorði samt ekki. Nú gerði ég það og mun ég sjá til hvort ég standist undir eigin væntingum sem ég náttúrulega geri ekki því ég er HELVÍTIS AUMINGJI FÍFLIÐ ÞITT.
Nei bara smá djók, mér líður ágætlega takk fyrir.

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Upprisa einstaklings úr volæði er sennilega áhugaverður hlutur. Eða ekki.

Ég er volæði,ég er einstaklingur. Ég mun rísa.

Það reyndar er ekkert annað í stöðunni því ég er á botninum. Ég er ekki alki,ég er ekki eyturlyfjafíkill né atvinnuleysingi.

Ég er einfaldlega þunglyndur og gjörsamlega á botninum vegna þessa.
Mig langar ekki að lýsa.