Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Nýjan heim.

Ég stend á miðri verslunargötu, fullglerjuð fyrir minn smekk. Fólkið frussast sitthvoru megin við mig í ákafri leit að síðasta pússlukubbnum til að fylla tómið í eina augnabliksstund. Græðgi jólana í allri sinni dýrð. Sumt fólk þekkist og heilsar upp á hvert annað. Umræðuefni þeirra er yfirleitt eins, helvítis ös og vesen, af hverju þurfa allir það þyrpast hingað á sama tíma, þetta er nú orðið algjört brjálæði, hún Elesta Sól mín vildi bara fá eina tegund af buxum og þær kostuðu 37.000 krónur, þetta er að verða út í hött, já veist það er satt hjá þér, ég og Georg fórum bara til Glasgow og versluðum í fjóra daga, það var enginn fyrir okkur og við spöruðm 80.000 krónur miðað við síðustu jól. Fengum ferðina fría því Goggi var kominn með svo marga ferðapunkta.
Ég tek hendurnar úr vösunum, loka augunum og nudda gagnaugun. Hugsa um að öskra en geri það ekki, til hvers? Á hægri hönd hef ég stóran glugga með útstillingu svo vel upplýstri að það stingur mann eilítið í augun, hálfberu mjóunglingsgínurnar sýna stelpunum hvernig málin eiga að standa en á vinstri hönd hef ég McDonalds. Það er ekki gott karma.

2 Comments:

At 15 desember, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Nei satt er það. Drepum alla´, þá hætta þeir að kaupa og búðarverðið lækkar sjálfkrafa, eftirspurn=gæði=verð=fólksfjöldi/ 2
=
Lægra verð á buxum

 
At 15 desember, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Hver var að tala um buxnamorð?

 

Skrifa ummæli

<< Home