Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

mánudagur, ágúst 09, 2004

Ágúst er án vafa að mér finnst besti tími ársins,það er byrjað að dimma. Ekki þessi helvítis birta út um allt. Ágúst finnst mér líka alltaf vera byrjun á einhverju, mun meiri byrjun heldur en nýársdagur sem er bara prump miðað við ágústinn minn. Það er dimmt þegar maður fer að sofa og bjart þegar maður vaknar. Þannig á það að vera.
Ætli það sé hægt að breyta árstíðum þannig að ágúst verði eilífur? Hleypa fullt af ósóni eða einhverju út í loftið. Kannski flytja bara. Jú ég held það. Þetta er orðið gott hérna í vesturbænum svo ég held að ég komi mér fyrir í þingholtunum bara. Takk fyrir og góða nótt.

Djöfull hata ég þetta herbergi. Þetta herbergi, þetta herbergi er að reyna að drepa mig. Ég er pottþéttur á því. Afi minn fór á honum rauð.

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Hahaha! Ég stálsmiðurinn var að pissa og þá sá ég járnsmið í sturtunni. Haahaha! Get it? Ég er stálsmiður og það var járnsmiður í sturtunni, járnsmiðspadda svona. Hahahahaaa.
Já ég veit, þettaer slææææææmd.
Mér hefur farið aftur í húmor held ég.