Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

föstudagur, júlí 01, 2005

Ég þoli ekki fólk sem notar tómatsósu á meira en hamborgara og franskar.
Mér finnst það svipað og tíma ekki að fæða hund og kaupa sér hamstur.

miðvikudagur, júní 29, 2005

Af hverju er ekki hægt að fara á netið án þess að fylla tölvuna af dóti sem ég veit ekki einu sinni hvar eða hvað er?

Lífið er frábært. (ekki kaldhæðni)

Maður nær ekki alltaf þrennu.

mánudagur, júní 27, 2005

Og nú er að koman fokkin júlí. Ætlar þetta að halda áfram að þjóta svona framhjá án þess að maður taki eftir því? Henda þessu, búa þetta til, hitta þennan, drekka þetta og svo er komið árið 2007 sem er alveg mjög flott ártal að mér finnst. Þá verðum við nokkrir hérna meginn við tölvuskjána þrjátíu ára gamlir. 2008 og 2009 fylgja síðan eftir með sínum þrem tugum handa hinum svo allir verði nú þrítugir. Allir þrjátíu og eitthvað síðan fjörtíu og eitthvað. Ef við verðum ekki enn í flaki þá, þá er ég farinn.

Nöfn nokkurra:
Hafsteinn Guðmundsson
Guðmundur Ólafsson
Ólafur Jackson
Jack Kleopatra
Kleopatra Yamaha
Yamaha Orgel
Orgel Flatbótur
Flatbótur Hins
Hins Kristjánsson
Kristján Kristjánsson
Kristján Kristjánsson
Kristján Hafliði Epusson
Epson eitthvað. Ég man það ekkert maður, djöfullinn er þetta.