Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

fimmtudagur, mars 27, 2003

ÉG skil,ég þarf að gera eitthvað svo þetta gerist. Nú sit ég heima hjá mér og er að bíða eftir spennandi hlutum. Af hverju ég er að því veit ég ei því ekkert er í helvítis deiglunni. Kannski ætti ég að fara að sofa. Nei það hlýtur að vera eitthvað betra í boði en það,Gummi er í matarboði svo það er enginn hér til að hlusta á allar skemmtilegu sögurnar mínar sem reyndar snúast flestar um mig og hvað ég sé ömurlegur. Ekkert uppörvandi það. Nú er víst stríð í Írak,ég nenni ekki að tala um það því öll sú umræða tæmist í vinnunni. Já alveg rétt ég er búinn að vera í vinnu undanfarinn mánuð,en reyndar lýk ég henni á næstkomandi þriðjudag og við tekur atvinnuleysi aftur. Ég ætti samt að vera í betri málum núna því mér hefur lærst að mæta á réttum tíma,loksins 26 ára gamall. Reyndar er það góðvinur minn Jón Hans sem hefur bjargað mínum flekklausa mætingarferli í Ofnasmiðjunni með því að ná í mig undirritaðann á hverjum morgni hingað í vesturbæinn. Húrra fyrir Jóni meistara.
Ég er búinn að eignast túrbínuna mína aftur.

Þegar ég skrifa þessi rituðu orð hef ég enga hugmynd hvað ég á að segja. Ég tæmdi hugann gjörsamlega fyrir framann imbann áðan eins og ég hef gert undanfarna daga,úr vinnunni fer ég nefnilega beina leið upp í sófa og kveiki á sjónvarpinu og horfi á báða fréttatímann og síðan ruslið sem því fylgir,law and order,fólk með sirrí og annan viðbjóð. Ég reyndar núna fór í sturtu áður en ég gerði nokkuð,það gerði samt lítið því ég féll samt í gildruna og kveikti á sjónvarpinu. Í alvörunni þá var ég að fletta stöðvum þegar ég nam staðar á skemmtilegum (það er helvítis fluga að drepast á borðinu) þætti,fyrrnefndum fólk með sirrí þætti,þar var alveg frábært atriði með helvítis dávaldinum sem er að fara að skemmta landanum núna um þessar mundir og byrjar í smáralindinni meira að segja. Varla hægt að hafa það plebbalegra,en hann var að dáleiða einhverja hálfvita og lét þá halda að þeir væru að spila á hljóðfæri. Reyndar gleyptu ekki allir við þessu og sátu bara kyrrir. Sirrí vinkona mín frá helvíti var ein af fórnarlömbunum og þóttist vera að spila á fiðlu,skælbrosandi yfir því að nú væri áhorfið örugglega alveg rosalegt,sem það hefur alveg örugglega verið því í þessu landi býr alveg ótrúlegur fjöldi af. Jæja svaka fínu fólki eða eitthvað.
Andskotans hálfvitar.

Hvur fjandinn er þetta?

miðvikudagur, mars 26, 2003

Eitthvað í fjandanum er nú í gangi inni á þessu vesæla vef.Síðustu tveir póstar voru bara ekkert að hafa fyrir því að fara alla leið á síðuhelvítið. Stendur þú fyrir þessu helvítis hálfvitinn þínn!? Nei hélt ekki,en hvað um það ég heimsótti hana Jórunni um daginn sem var fínt,hún bauð mér kamillute en ég sagði pent,haltu kjafti dolla.Ég drekk ekki svoleiðis viðbjóð,áttu ekki viskí,bjór eða eitthvað almennilegt? Svarið var nei svo ég drakk bara teið svo spiluðum við scrabble,það var ekki svo ýkja gaman neitt skal ég segja þér.
Halló?

mánudagur, mars 24, 2003

Ég skrifaði áðan en það kom ekki. Hvað er að þessu drasli. Ég dey í kvöld. Djöfull er ég ánægður með það. Nýtt líf bara fyrir mig,rósarblöð og kerti. Verður ekki betra.

Ég er svo ástfanginn að sjálfum mér að næstu daga mun ég sennilega bara láta lífið vegna heimsku minnar.