Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

sunnudagur, desember 28, 2003

Súrheysturn er turn sem inniheldur súrt hey. Heyið er sýrt með maurasýru sem er stórhættulegur fjandi,sem barn tókst mér í einhverjum sakleysislegum barnaleik að skvetta helvítis sýrunni á hendurnar á mér. Það var nokkuð vont því sýran byrjaði að éta á mér húðina. Það þótti mér nú undarlegt og ákvað að hlaupa til móður,enn betra,hlaupa til móður grátandi því sársaukinn var í meira lagi en eðlilegur fyrir 5 ára gutta. Móðir reynir að skola húð en hún er farin,bara flakandi sár eftir en engin húð. Mér var ekki skemmt.
Hvað um það. Heyið er sýrt með þessum andskota svo það geymist yfir vetur og mygli sýður en það gerir það nú samt sko, alla vega er lyktin ógeðsleg og reyndar allt sem viðkemur heyinu sem jú var oftast geymt í turni,súrheysturni.