Lífið heldur áfram, hver vikan af fætur annarri klárast án þess að skilja eftir sig neitt óþreifanlegt til minnis um hana. Fara í vinnu,fara úr vinnu. Fara ekki í vinnu, fara ekki úr vinnu. Reyndar snýst lífið ekki það mikið um vinnuna að hún sé miðpunktur alls sem gerist hverja viku fyrir sig.
Reyndar var þessi vika aðeins frábrugðin hinum því ég las upp smásögu á skáldspírukvöldi. Það ber sennilega af öðru sem gerðist eða mun gerast í þessari viku án þess þó að vera svo greypt í minni mitt. Var búinn að gleyma því þegar ég byrjaði á þessum virkilega ónauðsynlega texta um ekki neitt og og meira að segja um ekki neitt á leiðinlegan hátt.
Á því mun ég biðjast afsökunar þegar fram líða stundir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home