Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

fimmtudagur, janúar 16, 2003

Ég eða Pétur (er ekki búinn að ákveða hvor,hallast samt meira að sjálfum mér) erum að fara jafnvel til Ísafjarðar,til áð hreinsa lungun og slæmar hugsanir sem 101 lætur mann ósjálfrátt hugsa. Þar eru fjöll og snjóflóð eins langt og augað. Hlakkar til en er samt ekki búinn að fatta alveg félagslega einangrun sem þetta mun hafa í för með sér,hvorugir okkar þekki sálu þarna. Þetta gæti þýtt enda á okkar vinskap. Ég hef ekki tima til að rita meira að þessu sinni en eitt er fyrir víst að bull gerir ekki neinum gott. Sérstaklega. Sérstaklega. Sérstaklega hvað? Oft hef ég reynt en aldrei hefur það virkað (allavega ekki til langs tíma) að kaupa mér einhvern hlut sem ég tel koma með hamingju í mitt líf. Mig langar í.

mánudagur, janúar 13, 2003

Gleðileg áramót. Nú eftir tvo daga verð ég undirritaður hvorki meira né minna 26 ára. Sem er bæði ógeðslega hár aldur en um leið mjög lár. Það fer allt eftir því hvernig maður horfir á það. Ég r persónulega á þeirri skoðun að þetta sé hár aldur,með tilliti til þess hversu afskaplega litlu ég hef gert um ævina. én að hverra mati er það? Náttúrulega bara mínu eigin því mörgum finnst ég örugglega hafa gert alveg fullt meðan öllum hinum finnst ég vera óþroskað fífl,sem ég er.
Eg get ekki mætt til vinnu eins og maður og leiðist hér um bil allt. Meira um það seinna. Meira seinna. Ég er núna að fara að heimsækja félaga minn sem er jafnaldri minn en er giftur,á íbúð og bílskúr,er orðinn faðir (ég samgleðst honum innilega með það því það er tilgangur lífsins), á tvo bíla og er mjög pottþétt snyrtimenni barasta. Ég á hinn boginn er skítugur drullusokkur.
Það virðist sem að með skrifum mínum hér sé ég eingöngu að setja út á undirritaðann. Kannski ég breyti því og fari að skrifa um hversu frábær ég er. Ég get það alveg. Jú ég ætla að gera það en undir dulnefni. Pétur heitir þessi ógulegi snillingur og mun skrifa hér inn á bloggið mitt. Það fyrsta sem hann mun skrifa er ferðalýsing held ég því hann er staddur á Nýja Sjálandi,þar sem hann er tímabundið að vinna í fiski. En bara í tvær vikur í viðbót svo kemur hann aftur til djöfullegu eyjunnar. Pétur er alveg frábær og myndarlegur líka. Hann er eiginlega til að lýsa útliti hans best blanda af Val Kilmer og Liam úr oasis,dökkur lubbi þvælist dálítið fyrir augum hans,vel á sig kominn líkamlega og um það bil einn og áttatíu á hæð. Hann er mjög góður við eldri borgara og afgreiðslufólk. Frekar athafnasamur,mjög frumlegur í vissum skilningi sem kemur ykkur ekkert við.
Kannski hann útskýri það,ekki mun ég allavega gera það. Listrænn á marga vegu en ekki alveg búinn að finna neitt sérstakt sem honum langar að taka sér fyrir hendur í þeim efnum.

Víkjum aftur að mér......ég er farinn.