Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

fimmtudagur, janúar 30, 2003

Ég var að lesa grein í mogganum áðan sem mér fannst mjög sniðug. Einhver lesandi sem ber nafnið Björn sendi inn grein um úreldu bátana sem liggja við bryggjur þessa lands í óþökk allra sem að þeim málum koma. Þau eru samkvæmt honum á annað hundrað sem fylla bryggjurnar með óþef og ryði. Þessum skipum má ekki sökkva út af mengun og það er allt allt of dýrt að brytja þau niður í brotajárn. Hans hugmynd kostar ekki svo ýkja mikið. En hún var að finna einhvura fjöru sem hægt væri að draga þau upp á. Búa til bátaskóg. Þar stæðu þau þar til náttúran saknaði þeirra efna sem úr henni var unnin og sameinar hún þá þau við sjálfa sig. Þetta gæti dregið að sér ferðamenn og læti. Meira segja hægt að mótmæla þessu með vettlingum og svoleiðis. Náttúrulega yrðu bátarnir tæmdir af spilliefnum eins og olíu og svoleiðis svo fjaran breyttist ekki í eina stóra olíubrák. Sandurinn yrði með tímanum ryðlitur og skipin líka. Ég persónulega myndi gera mér ferð til að skoða þetta,en ég hef líka óhugnalega gaman að öllu ryðguðu dóti. Þau skipsflök sem ég hef komist í hefur mér fundist mjög gaman að skoða,sem og bílar sem liggja á túnum undirmanna Guðna Ágústsonar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home