Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

miðvikudagur, janúar 29, 2003

Eitthvað fór úrskeiðis með kvöldið okkar. Jóna var ekki einu sinni heima til að mætas örlögunum með mér og Gumma. Ekki að það hafi skipt einhverju máli því þegar ég rölti út í næstu olísstöð til að athuga kút vin minn komst ég að því að helvítið kostar 4733 krónur. Ekki vildi ég spandera síðustu aurunum í það svo ég fór út í búð og keypti toffey crisp,ekki fyrir mig því ég er aftur byrjaður að að hætta hveiti og sykuráti. Heldur fyrir Önnu Soffíu litlu sem er veik heima hjá sér veik,greyið litla. Þegar ég kem heim með undanrennuna (sem ég keypti til að setja út á kornflexið í fyrramálið) var Gummi búinn að vöðla saman fréttablaðinu (ókeypis fréttamiðlinum,án hans hefðum við ekki haft hugmynd um einhverjar hálvitafjárkúgandiskyttur í Maryland né mótmæli gegn Kárahnjúkum sem ég er ekki alveg að skilja hvað allir eru að agnúast út af. Ég hef séð myndir af þessum hnjúkum og mér finnst þeir líta bara ágætlega út,af hverju vera mótmæla þeim svona mikið?) og tilbúinn í fyrrgreinda tilvonandi atburði kvöldsins. Ég tjáði honum verðið á kútnum og hann reyndist mér sammála um okurverð kútsins (það er eitthvað til að mótmæla,helvítis hreðjarhald ísaga á gasmarkaði landsins). Náttúrulega var alveg ónauðsynlegt að kaupa bensín því hversu kjánalega hefðum við litið út með brunnið fréttablað og hausverk? Nú var ákvörðun tekin,ég settist á hækjur mér á dýnu á gólfinu. Gummi fór inn í herbergi og fór í Mæju býflugu dimmeteringarbúninginn sinn og stökk upp í sófa og hóf lesturinn upp úr fréttablaðinu meðan ég sit og hlýði á. Þegar við gerum mjög heimskulega hluti er þetta ávalt hefningin til að minna okkur á að hætta heimskulegum hlutum. Þetta er búið að ganga núna í þrjár vikur,á hverju kvöldi. Í þetta skipti að vísu nennti ég ekki að hlusta á hann þruma yfir mér íþróttarfréttinrnar svo ég fór í heimsókn til Önnu. Hann er enn að lesa held ég.

Af þessu kvöldi er margt hægt að læra. Gas er dýrt. Ójá gas er dýrt. Hvernig væri að að leggja vettlinga í kring um Ísaga? Hafa hávær mótmæli þar fyrir utan í stað tilgangslausum mótmælum á einhverjum Kárahnjúkum út í bæ. Kannski er hægt að sameina þetta. Stöðvum einokun Ísaga,komum í veg slátrun þeirra sem huga að samkeppni við þá. Burt með Kárahnjúka,,jöfnum þá við jörðu. Allir ættu að vera sammála þessu.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home