og Batti skal það vera.
Lífið er dálítið þurrt í dag. Þur hálsinn þurkar augun með vatninu sem fer ekki í þau, heldur hann, og maginn lullar með, með örlítið vonlausri gróðavon. Ég er þunnur í dag, meira en í gær og á morgun. Sérstaklega á morgun, sérstaklega.
Brotnu vindlarnir duga ekki einu sinni til að halda ofan af mér vegna vanlíðan, ekki heldur tölvan né nýja teiknimyndasagan mín. Reyndar er tölvan aðeins að halda í mér lífinu, meira en kaffið sem er búið og sígarettan sem ég mun klára.
Þetta er búið að taka mig dálítinn tíma en ég fattaði að það er hægt að fara til baka. Það er alltaf hægt að fara til baka hérna. Það er hægt að fara miklu meira til baka hér en í skruddunni, miklu meira. Meira en í mestu ævintýrum, meira en í mestu hasarmyndum, meira en allt í heiminum. Meira en það sem þú þekkir, meira en það sem þú veist og meira en mest.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home