Nú er ekki laust við það að ég sé með á nótunum því allur umheimurinn er til í að sýna mér umhyggju. Jafnvel Gummi þrátt fyrir áramótaheit sitt. Ég Byrjaði í nýrri vinnu í morgun,hef reyndar unnið þar áður en var rekinn síðasta vor með skömm vegn hroðalegra mætinga. En í gær hringdi Gylfi í mig og bað mig að vinna í nokkra daga ti að redda sér fyrir horn. Ég ætlaði reyndar að vera atvinnulaus í smá tím svo ég gæti lagað bílinn minn en frambrettin eru biluð í honum greyinu ásamt reyndar öllu á milli þeirra og fyrir aftan þau. Ég er ekkert voðalega svartsýnn á tilveruna í dag sem er ekkert nema gott,ekki einu sinni búinn að líta inn í stofu og samt búinn að vera heima í tvo tíma sem er algjört met. Hvað ert þú að vilja geitin þín? Ég og Gummi pöntuðum okkur pizzu og átum hana án hnífapara. Þetta er byrjað að hljóma eins og einhver ömurleg dagbók,það eru pillurnar maður,helvítis pillurnar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home