Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

sunnudagur, júní 17, 2007

Þjóðhátíð

þriðjudagur, maí 22, 2007

Moð.

16 tonn sæmilegt það.

sunnudagur, maí 20, 2007

Þarna situr þú.
Þetta er ég sitjandi við borð við vegg við gangstétt við bankastrætið. Þetta er ég fyrir framan tölvuna með te og vindil ásamt síma sem ég nota ekki eins oft í þær góðu stundir sem gæti en það væri sennilega of. Þetta er ég að nenna ekki að fræðast um fjöldamorðingja og mannætur í ríkisstjórn. Þetta er ég að muna mig og hvaðan það er. Þetta er ég að leggja fyrir mig framtíðina í huga.
Þarna situr þú.

sunnudagur, apríl 15, 2007

Mikil hugsun omvent nú.
Titringur táa úr bikar.
Úr trausti í tóma trú.
Birtan meira myrkrar.

föstudagur, desember 15, 2006

Þorskur fyrir einn!

Tveir þorskbitar settir á pönnu, látnir vera á litlum hita með lokið á, eftir að búið er að strá vel af esdragon, einu klesstu littlu hvítlaukslaufi og smá pipar yfir. Blómkál gufusoðið, svona 2 blóm. Rauðlaukur 1/3 og blaðlaukur 1 og 1/2 cm svona hálfbrytjað niður, ekkert í klessu neitt. Eftir að minnir mig 10 mínútur sett smjörklípa á flökin u.þ.b. tvær teskeiðar á hvort. Já og smjör en ekki létta eða klípa eða svoleiðis plast. Um leið fer laukurinn á pönnuna í kring um fiskinn. Sleppa lokinu núna bara. Paprika 1/3 skorinn í smátt og sett á disk, vel af ristuðum fræjum og hnetum stráð yfir ásamt fetaosti í kryddolíu. Þrír smátómatar settir á móti þannig að þorskurinn og blómkálið skilji rauðu litina að.

Þorskur fyrir einn og hvítvín með sem maður heldur að sé gott undir Stravinsky. Fjóla með og fjandinn laus.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Nýjan heim.

Ég stend á miðri verslunargötu, fullglerjuð fyrir minn smekk. Fólkið frussast sitthvoru megin við mig í ákafri leit að síðasta pússlukubbnum til að fylla tómið í eina augnabliksstund. Græðgi jólana í allri sinni dýrð. Sumt fólk þekkist og heilsar upp á hvert annað. Umræðuefni þeirra er yfirleitt eins, helvítis ös og vesen, af hverju þurfa allir það þyrpast hingað á sama tíma, þetta er nú orðið algjört brjálæði, hún Elesta Sól mín vildi bara fá eina tegund af buxum og þær kostuðu 37.000 krónur, þetta er að verða út í hött, já veist það er satt hjá þér, ég og Georg fórum bara til Glasgow og versluðum í fjóra daga, það var enginn fyrir okkur og við spöruðm 80.000 krónur miðað við síðustu jól. Fengum ferðina fría því Goggi var kominn með svo marga ferðapunkta.
Ég tek hendurnar úr vösunum, loka augunum og nudda gagnaugun. Hugsa um að öskra en geri það ekki, til hvers? Á hægri hönd hef ég stóran glugga með útstillingu svo vel upplýstri að það stingur mann eilítið í augun, hálfberu mjóunglingsgínurnar sýna stelpunum hvernig málin eiga að standa en á vinstri hönd hef ég McDonalds. Það er ekki gott karma.

mánudagur, nóvember 06, 2006

spurbank

Reynir svo sem pirraður en hver er það ekki?
Syngið drottni nýjan söng,
syngið drottni öll lönd!
Syngið drottni, lofið nafn hans,
kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag.
Segið frá dýrð hans meðal þjóðanna,
frá dásemdarverkum hans meðal allra lýða.
Því mikill er drottinn og mjög vegsamlegur,
óttalegur er hann öllum guðum framar.