Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

mánudagur, janúar 20, 2003

Ground zero er eitthvað apparat sem ég hef aldrei komið inn á áður,þetta er fínt svo sem nema fyrir utan það að þettta virðist vera gert fyrir tölvuleikjakalla. Það er ég engan veginn,ég hef ekki spilað slíkt síðan super mario bros 3 var alveg glænýr. Þetta kaffi kókó sull er líka ekkert til þess gert að maður staldri. Botninn í glasinu bragðast best reyndar. 25 mínútur eftir og ég hef ekkert að gera við þann tíma,ætlaði að athuga póstinn minn en get það ekki út af einhverjum öryggis ástæðum. Hver myndi svo sem nenna að lesa póstinn minn? 24 mínútur eftir,þetta gengur illa.En ég ætlaði að athuga póstinn til að athuga hvort ég væri búinn að fá póst frá öðlingum ísafjarðar sem jafnvel eru að hugsa um að veita mér vinnuskjól í einhvern tíma. Á Ísafirði. Sem er á vestfjörðum. Þar sem snjóflóð eru algengasta dánarorsök gamalmenna.Ég er reyndar ekki viss hvort snjóflóð hafi einhvern tímann ógnað ísfirðingum. Ég fer nú bara að láta þetta gott. Fara heim og láta Gumma búa til gott kókó handa mér,kannski að ég hringi í hann núnaóg láti hann setja flókainniskónna mína í örbylgjuofninn fyrir mig.
flóka......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home