Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

þriðjudagur, desember 31, 2002

Ég var rétt í þessu að tala við félaga minn sem gat hér um bil bara ekki talað vegna skýs yfir höfði hans. Jón er enginn gyðingur og má alveg borða svínkjöt mig minn meira að segja að það sé hans uppáhaldsmatur. Af hverju má ég ekki kaupa svínakjöt. Stundum held ég að Reynir sé hálfskrítinn. Nú í kvöld eru mestu vonbrigði hvers árs,síðasta kvöld ársins,gamlárskvöld,kvöld hinnar eilífu spaugstofu. Ég ásamt Reyni,Jóni og Gunn Tove eða Gunntove ekki alveg viss munum hafa sameiginlegt skemmtikvöld,alla vega til að byrja með held ég. Reynir nefnilega talaði svolítið óskírt um allt vegna skýsins yfir honum. Eitt er ég alla vega nokkuð viss á að ég verð upp á Úlfarsfelli þegar miðnætti skellur á. Fyrir þá sem ekki vita er Úlfars fell næsti hóll eftir Grafarholti ef þú ert að leggja Mosfellsbæ undir fót,dekk eða kút. Þaðan sér maður yfir allt höfuðborgarsvæðið og gott betur. Það er eitthvað sem maður á eftir að muna að hafa gert í stað eilífrar drykkju og muna ekki einu sinni eftir skaupinu sem reyndar er kostur frekar en ókostur því mér hefur aldrei fundist það á neinn hátt fyndið.
Alltaf horfir maður samt á þetta helvíti og leiðist. Í kvöld ætla ég bara að horfa á Mr.Bean goes bananas. Þá veit ég fyrir víst hvað ég er að fara út í. Eilíf leiðindi því hann erjú líka ömurlegur og ekki á neinn hátt fyndinn.

Nýja árið ætla ég að byrja með jákvæðu hugarfari (þó svo að ég sé ekki viss hvort að ég eigi afturkvæmt af Úlfarsfellinu góða), Ég ætla bara að borða ljótu dýrirn ekki þau sætu,ekki nýjar kartöflur heldur nýjar og engar sósur bara þurran skerpuskít. Ég er að husa um að hugsa eitthvað um heilsuna því þó ungur að árum ég sé þá ætla ég ekki að enda eins og vanhugsandi vörubílstjóragreyið hann Helgi hérna hinu meginn. Hinu meginn miðað við að ég sé í vinnunni. Sem ég er. Í vinnunni. Við hliðina á Helga. Nei ég ætla að hugsa um að fara í jóga og ég ætla að hugsa um að fara í líkamsrækt og hugsa um að borða hollari mat og hugsa um að hætta að reykja. Reyndar hef ég lokið því síðast nefnda og líður helvíti betur að öllu leyti eftir að hafa losað mig við þann viðbjóð. Það er bara eitt sem ég sakna við það að reykja,það er þetta Idon'tgiveafuckaqttitude sem skín úr andliti hvers eins og einasta reykingarmans. Ég er ekki alveg búinn að uppgötva hvað ég á að gera til að senda almenningi í stað sígarettunnar svo hann haldi að mér sé alveg sama. Vera alltaf með frostpinna,skemmir tennur en ekki nógu kúl. aaa. Ég engan veginn má lesa það sem ég hef skrifað áður því mér þykir það svo svakalega heimskulegt ef ég fer yfir það. Ef ég læsi allt yfir þegar ég væri búinn að skrifa stæði andskotann ekki neitt hérna. Ég er farinn út í sjoppu að kaupa mér sígó. Ef ég fæ krabbamein líður mér allavega betur, svona ´´já ég hefði átt að vera löngu hættur en bara,svona verð að sætta mig við orðinn hlut''. Ef ég fengi krabbamein og reykti ekki þá væri ég helvíti svekktur ´´Af hverju ég ! Ég stunda íþróttir og gaf afríku brunn sem dugar fimm fjölskyldum ævilangt´´. svo kæmi ég í séð og heyrt til að tala opinskátt um sjúkdóminn en myndi líka minnast á að ég væri með sérkennilegt áhugamál. Ég safna nefnilega músarmottum og lími þær á vegg. Ég nefnilega er svo djöfulli listrænn.

Gleðilegan janúar.

1 Comments:

At 04 maí, 2013, Anonymous Nafnlaus said...

Hey еxceрtional wеbsite! Does runnіng a blοg like this
taκe a large аmount of wогk? I've very little knowledge of computer programming however I had been hoping to start my own blog soon. Anyways, should you have any recommendations or techniques for new blog owners please share. I know this is off subject but I simply had to ask. Cheers!

my homepage hcg diet reviews
My website: hcg diet scam

 

Skrifa ummæli

<< Home