Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

fimmtudagur, desember 05, 2002

Góðan dag klukkan er sjö aðfaramorgun hræðilegs dags. Eins og ég var að segja í fyrri færslu þá var þetta pakk þarna að segja að hveiti og sykur væri svo svakalega slæmt,og það fannst mér heimskulegt maður.
Mér fannst það svo heimskulegt að ég ákvað að hætta sjálfur í mótmælaskyni gegn heimsku að borða hveiti og sykur,þessi mótmæli vígði ég með því að stoppa og öskra á Staðarskála,ekki það að hann hafi gert mér neitt heldur átti þetta að vera táknrænt (ég er ekki enn búinn að sjá á hvaða hátt). Nýja hveiti og sykurlausa líf mitt er ekki svo auðvelt skal ég segja ykkur,það er bókstaflega hveiti og sykur í öllu, m.a. bjór en ég hef kosið að hafa enga hugmynd um það og vera ekki læs á meðan ég innbyrði þær veigar. Kartöflur má heldur ekki borða en ég hef enga hugmynd um út af hverju. Reyndar veit ég innst inni að hveiti er framleitt af djöflinum sjálfum. Síðasta sumar drakk ég hér um bil ekki neitt því það festist í huga mér sprittþurrkunarmynd. Kannski ég útskýri það aðeins betur,ef þú þværð sár með spritti þá þornar húðin upp og það verður enn stærra sár og mun ógeðfelldara,skrælnað og viðbjóðslegt. Ef þú færir þessa ímynd inn í líkamann og ímyndar þér að þetta sé að gerast þegar þú drekkur þá er eitthvað bogið við það að drekka. Svipað er með hveiti, hveiti breytist í bara einhvers konar steypuhveitiklump í iðrum þér og er heila eilífð að meltast og skila sér (pringles syndrome).

Nóg um það,á akureyri sá ég herra ísland og það var sko ekki neitt skemmtilegt,stæltir brúnis strákar með litað hár að klöngrast um svið skrytt með hraungrýti,vááá. Hápunktur keppninnar fannst mér þegar land og synir stigu á stokk og tóku eitthvað lag sem ég hef enga hugmynd um hvað heitir. Þeir voru allir klæddi í lopapeysur og búnir að klína einhvurri drullu framan í sig,sennilega til að líta út eins og synir þessa lands (sveitalubbar). Ég átti bágt með mig meðan ég horfði á greyin. Langt um verst fannst mér þegar hraði kaflinn kom,en þá byrjaði hann Hreimur minn að hoppa og ég lýg því ekki að bíta í neðri vörina á sér svo mikið var hann að fíla þetta. Nákvæmlega þarna fékk ég þann mesta kjánhroll sem ég hef nokkurn tíma fengið.
Takk fyrir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home