Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

miðvikudagur, nóvember 20, 2002

Ég er í vinnunni núna. Ætti að vera smíða helvítis helling af veitingahúsakjaftæði einhverju (ég er stálsmiður sko) en bara nenni því engan veginn. Ég er eiginlega hálffúll út í vinnuveitandann minn,í morgun þurfti ég að redda lífeyrissjóðnum mínum staðfestingu á því að ég væri að borga í helvítið. En það börnin mín góð á alfarið að vera í höndum Brands (vinnuveitanda). Vandamálið er bara að Brandur er eiginlega bara krakki eins og ég og klúðrar hlutunum alveg eins og ég. Það er eitthvað sem ég hef þurft að hugsa um. Vinnuveitendur okkar eru fíbbl alveg eins og við. Brandur kallinn má nú alveg eiga það að við fáum besta kaffi sem völ er á í þessum ömurlega bjarta heimi sem við,við hérna,við BÚUM Í ! Já og ég fæ fín laun. Ég var að redda lífeyrissjóðnum í morgun,mig vantar lán ( 130% eignarhlutur íbúðarinn er eitthvað svona.....)fyrir neysluskuldum gamla daga.Langar ekki að tala um það núna. anyways þá er ég að keyra sæbraut og sé að framundan er lögreglan að beina bílum á planið hjá Sólfarinu (víkingaskipsbeinagrindin),stöðva þá og rabba við. Góðan dag,ökuskírteini? Allir bara,já gjörðu svo vel herra sveittir eftir að hafa sett öryggisbeltin á sig á mettíma. Ég fæ drög að taugaáfalli. Léttirinn þegar áttaði mig á að bíllinn á undan var í síðasta holli að þessu sinni var ótrúlegur. Ég keyrði af sæbrautinni og inn á Kalkofnsveg og af Kalkofnvegi inn á Geirsgötu og af Geirsgötu inn á Mýrarveg ( Þetta er allt sama helvítis gatan! ). Ég er próflaus.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home