Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

mánudagur, desember 27, 2004

Gaman að finna hvað það styttist í þetta. Þetta er að gerast hvar sem á landinu það gerist eða hvenær nákvæmlega. Þetta er bara að gerast. Ég finn þetta vera að gerast. Dökkt, ljóst, mjótt, digurt, glatt eða reitt skiptir ekki máli núna. Það mun aldrei skipta neinu máli því það verður fullkomið. Það fullkomið að ég get ekki ímyndað mér það nú, samt finnst mér ég vera alveg með nokkuð öflugt ímyndunarafl. Ég veit meira að segja um fólk sem er tilbúið að staðfesta það.

Ég var reyndar fullviss að biðin yrði lengri. Hún mætti alveg vera lengri en víst þetta er á leiðinni núna þá er þetta bara á leiðinni núna. Núna.

Nóg um næstu misseri. Tíminn sem er að líða núna, jólatíðin með allri sinni gleði og hamingju gekk friðsamlega fyrir sig. Extra friðsællega hjá mér því ég eyddi aðfangadagskvöldi einn í kjallara í stóru einbýlishúsi á Hvammstanga. Veðurtepptur.
Fólk hefur haldið þetta hræðilega lífsreynslu en svo var ekki, langt í frá. Þetta fannst mér mjög þægilegt. Engar vonir, engar væntingar né vonbrigði. Fullkomið.
Engin léleg inneign sem henntist úr stressi fatavals einhvers og inn á borð til mín án nokkurar kveðju.

Ekkert.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home