Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

sunnudagur, desember 12, 2004

Þeir eru fáir sem geta gert mikið úr ekki neinu með ekki neinu, ég þekki fáa allavega. Reyndar þegar ég fer að hugsa um það þá þekki ég ekki einn einanasta sem getur gert mikið úr engu.

Fyrir mörgum árum síðan, mjög mörgum, örugglega svona 17 árum síðan lærði ég að lúffa fyrir mikilli þrjósku því ég nenni hreinlega ekki að reyna að sannfæra einhvern sem er ekki hægt að sannfæra. Ég er alveg þónokkuð þolinmóður og get alveg tekið mér mörg ár í að koma minni skoðun fram, það sem eyðileggur það kannski oftaðst er að ég sjálfur skipti um skoðun meðan á sannfæringartímanum stendur og þarf þess vegna að sannfæra einhvern annann um eitthvað sem ég sjálfur er hreinlega ekki að kaupa. Og talandi um að kaupa þá kaupti ég 4 Nick Cave diska áðan á 3500 kall. Glænýja maður á 50% afslætti, Nick Cave er sennilega ekkert vinsæll meðal viðskiptavina experts.

Aktu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home