Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

laugardagur, nóvember 27, 2004

Mig hefur lengi langað að útskíra mig en ekki haft orðaforðann í það. Ég var lengi að pæla í að fara í íslensku í háskólanum til að geta útskrírt mig betur en þá fór ég að hugsa að ég þyrfti þá að útskíra af hverju ég lærði það sem ég lærði til að útskíra mig og þá þyrfti ég að læra meira til að útskíra það. Hringavitleysa sem gengur ekki upp svo ég lagði mig undir feld eða meira gæru sem ég fékk lánaða hjá vini mínum gegn því að skila henni hreinni til baka til að hugsa mig um.

Ég er svona smá kúl gaur, ekki kúl heldur bara smá kúl.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home