Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

sunnudagur, september 26, 2004

Ég er að skrifa sögu. Ég er að skrifa sögu með tilhlökkun. Ekki vegna þess að sagan er góð neitt því hún er það ekkert. Meira svona með tilhlökkun því tíminn líður og bætir þann liðna tíma sem ég er búinn að vera, eiginlega ekki til. Vegna þess að ég þarf að taka ákvarðanir. Þær munu kannski ekki vera réttar en þær munu samt sem áður vera.
Það finnst mér svo skemmtilegt. Það er skemmtilegt að einfaldlega vera ég. Vera kominn einu skrefi nær að komast að stærstu spurningu lífs míns. Hver í andskotanum ég er.
Það hafa ekki allar manneskjur alveg verið ánægðar með það nefnilega.
Einu sinni hélt ég að mitt hlutverk væri að þóknast öllum.
Ég hélt það í alvörunni.

Það er ekki sniðugt að reyna þóknast fólki sem á það ekki skilið.
Það er ekki sniðugt að sníða skoðanir sínar að öðrum.
Það er bara ekki sniðugt.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home