Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

þriðjudagur, desember 14, 2004

Það eru rúm tvö ár síðan ég byrjaði að skrifa hér, ég las eitthvað af þessu dóti og komst að því að það er frekar lítið sem er búið að gerast hjá mér tilfinningalega síðan ég byrjaði að skrifa. Ég er enn þunglyndur. Þessi vefur er einhvers konar upprifjun á þunglyndi fyrir mig, það skilst kannski ekki svo vel í textanum en ég man hvernig mér leið þegar ég flesta póstana. Mér leið yfirleitt illa, mjög illa. Ég er og var innilokaður í einhverjum andskotanum sem kallast þunglyndi. Núna er ég í enn eitt skiptið að reyna sigrast á þeim andskota, núna ætla ég mér það án lyfja sem er reyndar ekki fyrsta tilraun hjá mér. Þetta hlýtur að vera hægt. Ég trúi ekki öðru.
Á leiðinni heim úr vinnunni áðan var ég að gera upp við mig hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur þegar ég kem heim. Eftir þá ákvörðun rann það upp fyrir mér að það er þunglyndi sem ég var búinn að ákveða að gera. Ég fer heim eftir vinnu og ákveð að eyða tímanum í þunglyndi. Það er ekki gott. Þetta reyndar sem ég er að skrifa núna er líka þunglyndi. Þetta er allt þunglyndi, allt.
Annað sem ég líka áttaði mig á eftir að hafa litið yfir bloggið mitt er að það hefur mikið breyst í kring um mig síðustu tvö ár. Mjög mikið.
En, ekki hjá mér. Þunglyndi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home