Það er ekki þar með sagt að maður sé kominn með annan fótinn í gröfina þó svo að kaffið sé kalt. En það hrjáir mig samt mikið að það sé orðið kalt því ég tími ekki að kaupa annan bolla, ég er nefnilega búinn að fá ábótina og ef ég vil meira verð ég að kaupa annan bolla. Það er ekki víst að mig langaði í annan ef ég hefði náð að klára þennan, en kannski hins vegar er ástæða fyrir því að kaffið sé orðið kalt. Kannski langði mig hreinlega ekki í kaffi. Hver veit?
Það kannski er ekki þess virði að velta því fyrir sér. Ef mig langar í meira kaffi þá fæ ég mér bara meira kaffi. Það kaffi væri náttúrulega í boði dana og spánverja. Það er að segja í boði Mosa og Piu, ég þurfti nefnilega að losa mig við þau greyin og má segja að þetta sé erfidrykkja þeirra. Þá er það eiginlega skylda mín að fá mér meira kaffi. En mig langar ekki í meira kaffi, verð ég samt ekki að fá mér meira kaffi til að heiðra minningu þeirra. Þetta voru reyndar skjaldbökur og er það mjög ósennilegt að þær hugsi með depurð um fyrrverandi eiganda sinn. Þeim er alveg nákvæmlega sama. Þær vita ekki einu sinni hvað söknuður er, skynlausu skepnur. Það er ekki furða að það sé einmitt mannkynið sem ræður þessum heimi. Mannkynið er nefnilega svo ótrúlega skynsamt og gáfað. Sjáið bara hvernig það er búið að fara með jörðina, bara vel. Ekkert storkað náttúrunni eða neitt, stundar bara sjálfsþurftarbúskap og reynist náunganum vel.
Lifir bara í sátt og samlyndi. Eða hvað?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home