Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Þau hafa hist áður án þess að tala neitt saman, þau áttu það eina sameiginlegt þá að líf þeirra beggja gekk á undan þeim. Burt frá þeim að eilífu.
Þau hittast nú aftur og eiga aftur aðeins eitt sameiginlegt það að þau leita þess sem þau misstu án nokkurs árangurs. Þegar þau sjá hvort annað þjóta minningar um það sem fyrra skiptið sameinaði þau og brýtur þau niður í enn eitt skiptið. Þau setjast niður og horfa á hvort annað án þess að mæla orð. Þau vita hvað hvort annað hugsar. Eymd. Með þessari eymd borga þau hamingju þeirra sem þau misstu. Í fallegum sögum myndu þessi tvö fallast í faðma,elska hvort annað og lifa hamingjusöm það sem eftir er. Een þetta er ekki falleg saga.
Hvernig erþað hægt fyrir þau tvö að lifa hamingjusöm saman?
Þau hata glataða ástvini hvors annars og þar af leiðandi eiginlega hvort annað.
Þarna sitja þau enn og geta ekki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home