Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

fimmtudagur, mars 31, 2005

Þeir eru nokkrir sem ég treysti ekki. Þeir eru allir sem ég treysti ekki. Mér finnst dálítið gaman að treysta ekki.
Ég hef samt nokkrum sinnum treyst fólki en í þau skipti hef ég verið að prófa að treysta þeim sem ég treysti. Sumum hef ég treyst oftar en einu sinni, ég hef meira gaman að treysta þeim en þeim sem ég hef bara treyst einu sinni. Þegar ég treysti fólki er það ekki endilega vegna þess að ég treysti þeim heldur langar mið að prófa að treysta þeim.
Mér finnst dálítið fyndið að treysta fólki. Það fyndna er að ég treysti engum, ekki nokkrum manni fyrir því sem ég í raun er. Þið munuð aldrei kynnast honum mér eins og ég í raun er. Ég veit ekki hvort það sé leiðinlegt eða skemmtilegt. Það tekur mjög mörg ár að vita það. Þið þurfið aldrei að pæla í því sem betur fer kannski því þetta er ekkert gaman, þetta er ekkert gaman að vera ég. Mikið er fólk heppið að vera ekki ég, en ég vil ekki skipta því þetta er æðislegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home