Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

föstudagur, febrúar 04, 2005

Stefán.
Já elskan svarar hann án þess að líta af skjánum.
Stefán, vaskurinn er fullur af blóði.
Já elskan ég skal kíkja á það á eftir svarar hann enn með augun á skjánum.
Það er nokkurra mínúta þögn meðan hún strýkur hælnum fram og til baka yfir þröskuldinn og Stefán skrifar. Hún gengur að honum og setur hendur sínar mjúklega á axlir hans án þess að hann virðist taka eftir því.
Stefán segir hún mjúklega, það er líka blóð á eldavélinni og ísskápnum.
Hann tuðar eitthvað í hálfum hljóðum um tusku og aftur verður þögn.
Laflaust strýkur hún fingrum sínum um háls hans, óþolinmóð horfir hún upp í loftið og óþolinmóð dregur hún djúpt andann.
Stefán! Öskrar hún allt í einu og klípur aftan í háls hans eins fast og hún mögulega getur. Ætlaru ekki að kíkja á helvítis vaskinn maður, hann er fullur af blóði!
Stefán sprettur upp, rífur hendi hennar af hálsinum, snýr sér við og horfir á hana þrumu lostinn.
Hvað gengur að þér kona? Hvað ertu að hugsa? Hvaða blóð ertu að tala um?
Æji ekki neitt svarar hún ofurróleg, ranghvolfir augunum og bítur í neðri vörina. Ekki neitt.
Ekki neitt öskrar hann og hrindir henni frá sér. Ekki neitt.
Hann stormar inn í útatað eldhúsið. Hvað í ósköpunum gerðist kallar hann úr eldhúsinu án þess að fá svar.
Hún heyrir disk brotna á gólfinu. Hún bjóst við því svo sem þar sem hann lá hálfur út af eldhúsborðinu.
Hvur djöfullinn gengur á hérna kallar hann aftur án þess að fá svar.
Hann er búinn að taka tappann úr vaskinum og er að þurrka blóð af eldavélinni þegar hún kemur í dyragættinna.
Hann hendir frá sér tuskunni, gengur að henni grípur um hendur hennar og kreistir af öllu afli án þess að segja orð. Augun full af reiði, jaxlarnir á leið í gegn um sig sjálfa en það hræðir hana ekki þó hún viti að nú muni hún meiðast. Hann slær hana utan undir svo fast að neðri vör hennar blæðir. Hún horfir á hann glottandi þegar hún hristir hárið frá andlitinu og sleikir blóð af vörinni. Hann hrindir henni fram á gang, á fatahengið sem ásamt henni fellur á kommóðuna sem afi hans smíðaði.
Djöfulsins öskrar hann og sparkar helming af brotna disknum á undan sér inn í stofuna sem er inn af eldhúsinu. Hann fær sér sæti, teygir sig í sígaretturnar.
Þegar loginn af eldspýtunni sogast inn í sígarettuna heyrir hann útirdyrahurðina skella aftur.
Litadýrð haustsins fauk um göturnar í rotnandi laufblöðum. Fólk með rauðar kinnar barðist við að sýna ekki viðbjóð sinn á veðrinu og brosa framan í hvert annað þegar það mættist. Stefán þurfti ekki að berjast við það því hann gladdist yfir því hvað fólki leið illa nú þegar kuldinn var að taka við landinu og frysta.
Bros hans mætti döprum andlitum vetrarins á leið til fundar við engan á kaffihúsi þar sem enginn var. Döpur afgreiðslustúlkan bauð góðan dag án þess að meina það og spurði hann hvað mætti bjóða honum. Hann horfði lengi vel djúpt inn í augu hennar með glampa í augunum sem hún hafði ekki séð hjá neinum áður. Hvurn djöfulinn varðar þig um það öskraði hann á hana og sló hana þannig að hún féll á kaffikönnuna fyrir aftan sig og með henni niður á gólf. Hann sá hana ekki, en heyrði öskrin í henni þegar kaffið brenndi magann og lærin á henni meðan hann dró upp haglabyssuna sína og í klaufalegum flýti kom henni upp í sig og hleypti ekki af.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home