Eftir að hafa potað í tunguna á mér með spýtu og slegið mig í hnéið spurði hún mig hvort ég væri fíkill. Hvað meinar þú spurði ég. Annað hnéið á þér er stærra en hitt svaraði hún og horfði á mig eins og það væri nógu góð ástæða fyrir spurningu sinni. Annað hnéið spurði ég og horfði á þau bæði án þess að sjá nokkurn mun. Það var þögn því hún var greinilega að bíða eftir svari. Nei ég er ekki fíkill svaraði ég loks alveg gáttaður.
Fínt svaraði hún og opnaði skúffu við hlið sér sem var full af smokkum, sleipiefnum og fleira dóti því tengdu. Byrjum.
True story. Toy story?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home