'eg hef aldrei 'aður heyrt talað svona svakalega 'i kring um hlutina:
'e hef heldur aldrei 'aður skrifað svona; af hverju virkar lyklaborðið ekki r'ett?
ég lýt öðrum augum á lyklaborðið hér eftir. Það er töfrum líkast hvað ein setning getur umbreytt lífi mann til hins..... öðruvísi allavega. Öðruvísi álit allavega, öðruvísi hugsun og öðruvísi sokkabuxur og betra rokk.
Ég er alveg til dæmis sólginn í hnetur og drekk mikið vatn en sá sem situr við hliðina á mér er ekkert hrifinn af hnetum og drekkur sjaldan vatn, oftar kók bara. Coca Cola.
Burger King, American Style, ikea og Samskip. Þetta fer allt á sama staðinn á svipuðum tíma svo ég hef ekki miklar áhyggjur.
Helvíti hugsi, helvíti hugsi hef ég verið síðustu daga og vikur. Hugsað meðal annars um: bensínverð?
tilgang minn og stefnu í lífinu?
hvert ætla ég?
eignast ég konu?
hvað á ég að gera við fjóra ónýta bíla sitt hvoru megin á landinu?
hvernig fólk er þetta í kring um mig?
hvernig passa ég svo með því?
hvar fæ ég ódýrt fjaðrablað?
djöfull er þetta skrítinn maður?
ætli þeir seti gluggana svona í?
hver ætli eigi sígó?
rosalega verður gaman að hjóla? (tilhlökkun) skrítið.
ætli jón sé niðri í bæ?
hvert fór helvítis búturinn?
ætli hún hafi séð mig?
af hverju fæ ég allt í einu svona mikið útborgað?
djöfullinn er ég að kaupa þessar buxur? (of seint að hætta við)
vegur hinn innri meira en sá ytri?
ætli amma hennar hafi gefið henni þá?
ætti ég þá að skrifa?
hvar fær hann þennan pening?
djöfull er þetta ljótur bíll.
ég hef spurt mig margra spurninga síðustu daga en svörin eru svo mikið færri að ég skammast mín, svo hugsa ég. Hvað myndi ég gera ef ég vissi öll svörin? Væri svo gaman þá? Væri ég ég þá?
Hefur Rocky III alltaf verið svona leiðinleg og gleymdi ég að fara einn í bíó.
Ég tók próf á sjálfum mér. Ég stóðst próf. Það er gott. Ég er ekki alveg tilbúinn að skrifa yfir rósina. Það er nefnilega til fólk sem les þetta, ég þekki það meira að segja. Ég þekki þig.
Ég veit hvað ég ætti að hugsa en ekki hvað ég hugsa.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home