Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

miðvikudagur, júní 22, 2005

Nægjusemi var það heillin.

Það er ekki svo mikið sem þarf. Eitt hús hér, annað hús þar. Bíll þangað og annar bíll hingað þó beyglaður sé. Sími hér og sími þar. Sjónvarp þar en tölvan hér. Tónlist, myndir, matur, vín, reykur, áhugamál, samstæðari matardiskar, náttúrulega gardínur nokkrum sinnum og eldhússtólar, góði bjórinn, ekki sá ódýrasti og svo ég gleymi því ekki þá vantar sumum hlut sem heitir minnta.

Um helgina sá ég gat í loftinu hjá Reyni. Í kvöld sá ég gat í botninum á eldhússkápnum sem er loftið í íbúð Reynis. Reynir kemst í eldhússkápinn minn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home