Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

laugardagur, janúar 22, 2005

Mundu mig og ég man þig og allt það kjaftæði.

Því betur sem ég kynnist mér því ólíkari verð ég sjálfum mér. Af hverju?

Mæður okkar eru búnar að vera vinkonur síðan þær voru litlar að leika sér með laukbarbí sem kemur sér frekar illa fyrir okkur. Þegar þær hittast fara þær yfirleitt út í umræður um framtíðarplön okkar eins og hvenær væri hentugast að giftast og eignast börn og hvar væri best að búa, mitt á milli þeirra náttúrulega. Þær tala um okkur eins og við séum laukbörnin þeirra. Greiða okkur og setja okkur í ný föt og svona. Yfirleitt bera þær niðurstöður sínar fyrir okkur sem er nú eilítið pirrandi. Sama hvað við reynum að tjónka við þeim að við gerum hlutina eins og við viljum breytist ekki neitt. Um daginn gerði mamma tilboð í íbúð í árbænum því hún á heima í grafarvogi en Múdda í breiðholtinu. Sú staðreynd að við leigjum í hlíðunum gefur þeim enga vísbendingu hvar við viljum búa. Þær virðast halda að við höfum ekki efni á að leigja annars staðar eða eitthvað.......svo við drápum þær.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home