Harmur Garmur

Það sem ég hef ekki gert.

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Ég ætla aðeins að kvarta undan sjálfum mér. Ég geng mjög langt með það að skilgreina sjálfan mig án þess að nokkurn tímann að ég komist að niðurstöðu. Ég hugsa mjög mikið um hvar ég er staddur meðal alls þess fólk sem umkringir mig á degi hverjum. Ég er farinn að halda núna að ég ætti kannski að hugsa hver ég er en ekki hvar. Komast að því hvort saltkringlur séu í raun góðar eða hvort ég haldi það bara því einhver annar hélt það einhvern tímann og mér fannst það fínt. Þess vegna borða ég þær kannski án þess að mér sjálfum þyki nokkuð varið í þær.
Finnst mér góðir hlutir í alvöru góðir eða held ég það bara því mér var sagt að þeir væru góðir.
Persónulega þykir mér mjög fátt í alvörunni gott, spila bara með því ekki vil ég að neinn fatti hvað mér þykir lífið í alvöru ekki bjóða upp á neitt sérstakt handa mér.
Lífið er að bjóða mér sömu hluti og öllum öðrum. Vil ekki heyra þriðja heims samanburð um börn sem fá ekki kartöfluna sem ég leifði, enda var ég barn og það var þá á ábyrgð foreldra minna að koma helvítis kartöflunni til Afríku víst þau höfðu svona miklar áhyggjur að þessu, sem þau höfðu alls ekki. Ég bara nýt þeirra ekki.
Sem sagt, ég held að ég sé bara einfaldlega vanþakklátur. Sem ég reyndar vissi.
Vanþakklætissýki,það eru örugglega til pillur við því.
Nútímasjúkdómur með nútímalækningu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home